Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur Friðriksson vildi ekki svara hve mikið hann hefur fengið endurgreitt vegna aksturskotnaðar. vísir/vilhelm Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins. Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins.
Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira