Spádómur frá árinu 2014 við það að rætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 15:00 Jose Altuve og Yuli Gurriel, leikmenn Houston Astros, fagna. Vísir/Getty Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum. Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu Sjá meira
Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu Sjá meira