Körfubolti

Líkir Russell Westbrook við Mike Tyson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty
Jason Kidd, núverandi þjálfari Milwaukee Bucks, var á sínum bestu árum sá leikmaður sem var líklegastur til að ná þrennu í NBA-deildinni í körfubolta.

Í dag er það hinn magnaði Russell Westbrook sem safnar þrennunum og var meira segja með þrennu að meðaltal á síðasta tímabili.

Kidd og lærisveinar hans mætu Russell Westbrook í nótt og urðu að sætta sig við 110-91 tap þar sem Westbrook var bara einni stoðsendingu frá þrennunni.

Jason Kidd var að sjálfsögðu spurður út í leikmanninn sem var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Hann er [Mike] Tyson körfuboltans,“ sagði Jason Kidd um Westbrook eftir leikinn. ESPN segir frá.

„Um leið og boltanum er kastað upp þá veistu að hann er að koma á þig á fullum krafti. Það er eins og þegar bjallan gall í hringinum með Tyson,“ sagði Kidd.

„Hann spilar bara á einum hraða og það er hratt og hart. Hann er öðruvísi en allir leikmenn en sá kemst kannski næst honum er John Wall,“ sagði Kidd.

„Hann keyrir bara á þig á þessum svakalega hraða og hann er aldrei að fara ganga upp með boltann. Hann keyrir á þig með það markmið að skapa vandræði. Hann er sá besti í deildinni, setur mikla pressu á vörnina, bæði í sókn og vörn,“ sagði Kidd.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×