Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld ræða enn saman þrátt fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 10:49 Joseph Yun er sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Norður-Kóreu. Vísir/AFP Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu. Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20