Katrín: Staðan skýrist á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 19:02 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skráð símtalið við Ingu í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skráð símtalið við Ingu í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07