Það sem meira er að þá var maðurinn á forsíðu tímaritsins fyrir þremur árum síðan, George Springer, valinn verðmætasti leikmaður einvígisins. Algjörlega magnað.
Best sports prediction ever? @BenReiter said, in '14 after 2 100-loss years, Astros would win in '17.
Springer, on cover, wins WS MVP? pic.twitter.com/jMs8KpPRwq
— Darren Rovell (@darrenrovell) November 2, 2017
„Fólkið í Houston var aldrei fjarri huga okkar. Stuðningsmenn okkar hafa þurft að ganga í gegnum mikið og við komum heim sem meistarar,“ sagði Springer eftir leikinn.
Astros er 56 ára gamalt félag og hafði aðeins einu sinni áður komist í úrslitaeinvígi MLB-deildarinnar sem er kallað World Series. Það var árið 2005 og þá tapaði liðið 4-0 gegn Chicago White Sox.
Hér að neðan má sjá leikinn frá því í nótt sem og fagnaðarlætin í leikslok.