Erlent

Suu Kui heimsækir Rakhine-hérað

Atli Ísleifsson skrifar
Aung San Suu Kyi í Rakhine-héraði í morgun.
Aung San Suu Kyi í Rakhine-héraði í morgun. Vísir/AFP

Leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, er nú í heimsókn í Rakhine-héraði í fyrsta sinn síðan átök brutust út á svæðinu í lok ágúst síðastliðinn. Átökin hafa orðið þess valdandi að rúmlega hálf milljón Rohingja-múslima hefur flúið yfir til nágrannaríkisins Bangladess.

Suu Kyi, sem á sínum tíma fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, hefur sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í héraðinu.

Ekki er ljóst hvort leiðtoginn muni heimsækja þorp Rohingja í ferð sinni, en áætlað er að um 600 þúsund Rohingjar hafi flúið til Bangladess frá lokum ágústmánaðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×