Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2017 14:30 Slysið varð á Öxnadalsheiði þann 24. júní í fyrra. Myndin er úr Öxnadal en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 24. júní í fyrra orðið valdur að þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja. Málið átti að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en þingfestingu var frestað til morguns. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Maðurinn virðist hafa verið á allt að 162 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var á ökutæki sem ekki var í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hemla í framhjóli, þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmyndunar í helmadisk að aftan, ónýts höggdeyfis og vanstilltra lega. Þá var hann án lögboðinna ökuljósa. Í blóðsýni úr ákærða mældust deyfandi lyf. Annars vegar 10 ng/ml af alprazólam og 0,9 µg/ml af oxazepam. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og verði sviptur ökuréttindum.Uppfært klukkan 15:40Í fyrri útgáfu sagði að málið hefði verið þingfest í morgun og var miðað við dagskrá þingsins. Málinu var hins vegar frestað og verður þingfest á morgun, föstudag. Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34 Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45 Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 24. júní í fyrra orðið valdur að þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja. Málið átti að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en þingfestingu var frestað til morguns. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Maðurinn virðist hafa verið á allt að 162 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var á ökutæki sem ekki var í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hemla í framhjóli, þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmyndunar í helmadisk að aftan, ónýts höggdeyfis og vanstilltra lega. Þá var hann án lögboðinna ökuljósa. Í blóðsýni úr ákærða mældust deyfandi lyf. Annars vegar 10 ng/ml af alprazólam og 0,9 µg/ml af oxazepam. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og verði sviptur ökuréttindum.Uppfært klukkan 15:40Í fyrri útgáfu sagði að málið hefði verið þingfest í morgun og var miðað við dagskrá þingsins. Málinu var hins vegar frestað og verður þingfest á morgun, föstudag.
Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34 Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45 Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34
Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45
Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48