Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 14:25 Bandarísk yfirvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli herferð til að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir ári. Vísir/AFP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30