Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 14:25 Bandarísk yfirvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli herferð til að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir ári. Vísir/AFP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30