Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 14:45 Alls kyns reglur gilda um fjármál frambjóðenda og stjórnmálaflokka. Sambærilegar reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta engu að síður beitt sér í kosningabaráttu. Vísir/Anton Brink Frjáls félagasamtök eru ekki skyldug til að skila ársreikningum eða gefa upp fjárhagslega bakhjarla sína og ekki er haft sambærilegt eftirlit með fjármálum þeirra og stjórnmálaflokka. Þetta opnar smugu fram hjá lögum um fjármál stjórnmálaflokka í kringum kosningar að mati yfirlögfræðings Ríkisendurskoðunar. Töluvert hefur verið rætt um hversu áberandi nafnlaus áróður á samfélagsmiðlum var í aðdraganda þingkosninganna um síðustu helgi. Þannig virðist töluverðu fé, allt frá hundruð þúsunda til milljóna króna, hafa verið veitt í að vinna myndbönd með pólitískum áróðri og kaupa færslur á samfélagsmiðlum og auglýsingar á Youtube. Ekki var allur áróðurinn sem birtist í aðdraganda kosninganna nafnlaus. Samtök skattgreiðenda, frjáls félagasamtök sem berjast fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé, keyptu þannig auglýsingar í útvarpi og á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna sem beindust gegn skattatillögum nokkurra stjórnmálaflokka í framboði. Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins, segir að sér sé ekki kunnugt um að aðrir en Samtök skattgreiðenda og nokkrir einstaklingar sem vildu svara fullyrðingum þeirra hafi auglýst í miðlum RÚV með þessum hætti fyrir kosningarnar. Hann vill ekki gefa upp nákvæmt umfang auglýsinganna en segir það ekki „óskaplega mikið“. Það hafi jafnframt ekki verið stórt hlutfall allra auglýsinga í tengslum við kosningarnar. Kostnaðurinn við þær hafi hlaupið á nokkur hundruð þúsundum króna í mesta lagi.Dæmi um nafnlausar áróðurssíður sem spruttu upp í aðdraganda kosninganna.VísirEyddu um milljón króna í auglýsingar Skafti Harðarson, formaður og stofnandi Samtaka skattgreiðenda, segir að heildarkostnaðurinn við auglýsingar samtakanna hafi verið rétt undir milljón króna. Fénu hafi verið varið í útvarpsauglýsingar og keyptar færslur á Facebook. „Það er nú í fyrsta lagi úr eigin vasa og í öðru lagi hef ég bara hringt út og fengið stuðning ýmissa einstaklinga sem bæði eru í félaginu og utan þess,“ segir Skafti um hvernig auglýsingarnar voru fjármagnaðar. Alls segir Skafti, sem kom meðal annars sjálfur fram undir nafni í útvarpsauglýsingunum, að rúmlega fjörutíu manns hafi gefið fé til samtakanna fyrir auglýsingunum. Einstök framlög frá fyrirtækjum hafi verið undir 50.000 krónum. Hann vill þó ekki gefa upp hverjir létu fé af hendi rakna til auglýsingakaupanna.Skafti Harðarson stofnaði Samtök skattgreiðenda árið 2012. Með honum í stjórn félagsins eru skráð Ragnhildur Kolka og Lýður Þorgeirsson.Um tvö hundruð manns eru í samtökunum sem voru stofnuð í apríl árið 2012, að sögn Skafta. Nokkur starfsemi hafi farið fram á vegum félagsins framan af en síðan hafi kraftar þess þrotið. Nú byggist starfið á fáum virkum félögum, um tuttugu til þrjátíu. Í stofngögnum félagsins sem var skilað til Ríkisskattstjóra í apríl 2012 kemur fram að tilgangur félagsins sé „að vinna að hagsmunum íslenskra skattgreiðenda með hverjum þeim hætti sem samtökin telja best hverju sinni“. Skafti var einn stofnenda Félags frjálshyggjumanna árið 1979 og hélt meðal annars úti eigin bloggsíðu með slagorðinu „Frjálshyggja er lífsstíll“. Þá eru áherslur Samtaka skattgreiðenda um lækkun skatta og minna opinbert regluverk í anda frjálshyggjuhugmynda. Þau titla sig meðal annars sem „grasrótarsamtök“ skattgreiðenda. Formaðurinn fullyrðir að samtökin hafi engin tengsl við stjórnmálaflokka jafnvel þó að hann sjálfur sé flokksbundinn sjálfstæðismaður og hinir stjórnarmennirnir tveir styðji flokkinn sömuleiðis.Hér fyrir neðan má sjá dæmi um myndband sem Samtök skattgreiðenda birtu á Facebook-síðu sinni sem beindist gegn skattastefnu Vinstri grænna fyrir kosningar.Þurfa ekki að skila ársreikningum Nokkur nýlunda er að hugmyndafræðileg félagasamtök á borð við Samtök skattgreiðenda beiti sér í kosningabaráttu með þessum hætti þó að Skafti segi að samtökin hafi keypt auglýsingar fyrir kosningarnar í fyrra en þá í minna mæli. Stjórnmálaflokkar þurfa að gangast undir alls kyns takmarkanir á framlögum sem þeir mega taka við, bæði um uppruna framlaganna og upphæð þeirra. Þannig mega flokkar ekki taka við framlögum sem eru hærri en 400.000 krónur. Þá þurfa bæði einstaklingar í prófkjöri flokkanna og flokkarnir sjálfir í kosningabaráttu að skila reikningum til Ríkisendurskoðunar og gera grein fyrir fjárhagslegum bakhjörlum sínum, hvort sem þeir eru einstaklingar eða lögaðilar. Frjáls félagasamtök eru hins vegar ekki sömu takmörkunum háð. Þau þurfa aðeins að skila grunnupplýsingum um sig og tilgang sinn til ríkisskattstjóra í upphafi og gera grein fyrir hvert hagnaður þeirra myndi renna ef þeim yrði slitið. Þau eru ekki skyldug til að skila ársreikningum. Þá þurfa þau ekki að gera grein fyrir því hverjir gefa þeim fé og þau eru ekki bundin takmörkunum um hámarksupphæðir, ólíkt stjórnmálaflokkunum.Auglýsingar með neikvæðum áróðri voru áberandi í aðdraganda þingkosninganna 28. október.Vísir/Anton BrinkGervigrasrótarhreyfingar þekktar erlendis Þessi munur á lagaumgjörðinni vekur upp spurningar um hvort að hægt sé að beita frjálsum félagasamtökum til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þekkt er erlendis að hagsmunaaðilar reyni að hafa áhrif á almenningsálit eða stefnu stjórnvalda með því að fjármagna á laun hópa eða samtök sem halda uppi málflutningi sem styður hagsmuni þeirra. Markmiðið er að gefa sjónarmiðum hagsmunaaðilanna aukinn trúverðugleika með því að láta þau virðast koma frá óháðum grasrótarsamtökum. Fyrirbærið er þekkt sem gervigrasrótarhreyfingar [e. Astroturfing]. Skýrt skal tekið fram að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Samtök skattgreiðenda eða önnur félagasamtök hafi verið styrkt af stjórnmálaflokkum fyrir kosningarnar eða unnið á vegum þeirra. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, segir að sér sé ekki kunnugt um að kerfisbundið eftirlit sé með starfsemi frjálsra félaga eða samtaka sem ekki stundi atvinnurekstur. Ríkisendurskoðun hafi engar lagaheimildir til þess að skoða fjárreiður frjálsra félagasamtaka nema þegar þau fá framlög úr ríkissjóði. Eftirlitsheimildir stofnunarinnar í þessum efnum eru bundnar við að skoða ársreikninga og gögn stjórnmálasamtakanna sjálfra svo og reikninga staðfestra sjóða og sjálfseignarstofnana.Hafa ekki bein úrræði til að rannsaka Þannig segir Lárus að auglýsingar frjálsra félagasamtaka og nafnlausra aðila á netinu geti verið einskonar smuga fram hjá stífum takmörkunum laga varðandi fjárframlög til flokka. „Lögin veita Ríkisendurskoðun til dæmis ekki nein bein úrræði gagnvart þessum aðilum, svo sem heimildir til að kalla eftir gögnum eða upplýsingum frá þeim og rannsaka þau, ef ekkert kemur fram um þennan stuðning í reikningsskilum stjórnmálasamtakanna sem þeir styðja. Svo blasir auðvitað við að hér glíma menn við mikinn túlkunarvanda sem einkum lýtur að þiggjanda stuðningsins í ljósi framsetningar og efnis auglýsingarinnar eða áróðurs, sem gjarnan er neikvæður í garð keppinautanna,“ segir hann. Lárus tekur fram að stofnunin hafi ekki sinnt sérstöku eða kerfisbundnu eftirliti með samfélagsmiðlum í því skyni að kortleggja umfang meints stuðnings við stjórnmálasamtök sem þar er hugsanlega að finna, hvorki í aðdraganda nýyfirstaðinna alþingiskosninga né kosninganna í fyrra. Til þess skortii hana bæði mannskap og skýrari lagaheimildir.Ógnaralda sem fælir fólk frá að koma skoðunum á framfæri Skafti frá Samtökum skattgreiðenda segir að sömu lögmál gildi ekki um sín samtök og stjórnmálaflokka enda tengist þau þeim á engan hátt. „Það gilda ekki sömu reglur um okkur og stjórnmálaflokka frekar en ASÍ, Öryrkjabandalagið, háskólana, Landspítalann. Við erum bara hagsmunasamtök sem eru að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en ekki pólitískir flokkar,“ segir hann. Honum kemur á óvart hversu mikil forvitni hafi verið um fjármál Samtaka skattgreiðenda og telur að „hræðslupólitík“ sem felist í að kalla fram hver styðji samtök af þessu tagi verði til þess að í framtíðinni muni menn ekki þora að leggja slíkum samtökum lið. „Þetta er orðin svona ógnaralda á Facebook gagnvart öllum þeim sem reyna að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Skafti. Þrátt fyrir það segir Skafti að stefna samtakanna sé að beita sér í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári ef þau ná að safna fé til þess. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Frjáls félagasamtök eru ekki skyldug til að skila ársreikningum eða gefa upp fjárhagslega bakhjarla sína og ekki er haft sambærilegt eftirlit með fjármálum þeirra og stjórnmálaflokka. Þetta opnar smugu fram hjá lögum um fjármál stjórnmálaflokka í kringum kosningar að mati yfirlögfræðings Ríkisendurskoðunar. Töluvert hefur verið rætt um hversu áberandi nafnlaus áróður á samfélagsmiðlum var í aðdraganda þingkosninganna um síðustu helgi. Þannig virðist töluverðu fé, allt frá hundruð þúsunda til milljóna króna, hafa verið veitt í að vinna myndbönd með pólitískum áróðri og kaupa færslur á samfélagsmiðlum og auglýsingar á Youtube. Ekki var allur áróðurinn sem birtist í aðdraganda kosninganna nafnlaus. Samtök skattgreiðenda, frjáls félagasamtök sem berjast fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé, keyptu þannig auglýsingar í útvarpi og á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna sem beindust gegn skattatillögum nokkurra stjórnmálaflokka í framboði. Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins, segir að sér sé ekki kunnugt um að aðrir en Samtök skattgreiðenda og nokkrir einstaklingar sem vildu svara fullyrðingum þeirra hafi auglýst í miðlum RÚV með þessum hætti fyrir kosningarnar. Hann vill ekki gefa upp nákvæmt umfang auglýsinganna en segir það ekki „óskaplega mikið“. Það hafi jafnframt ekki verið stórt hlutfall allra auglýsinga í tengslum við kosningarnar. Kostnaðurinn við þær hafi hlaupið á nokkur hundruð þúsundum króna í mesta lagi.Dæmi um nafnlausar áróðurssíður sem spruttu upp í aðdraganda kosninganna.VísirEyddu um milljón króna í auglýsingar Skafti Harðarson, formaður og stofnandi Samtaka skattgreiðenda, segir að heildarkostnaðurinn við auglýsingar samtakanna hafi verið rétt undir milljón króna. Fénu hafi verið varið í útvarpsauglýsingar og keyptar færslur á Facebook. „Það er nú í fyrsta lagi úr eigin vasa og í öðru lagi hef ég bara hringt út og fengið stuðning ýmissa einstaklinga sem bæði eru í félaginu og utan þess,“ segir Skafti um hvernig auglýsingarnar voru fjármagnaðar. Alls segir Skafti, sem kom meðal annars sjálfur fram undir nafni í útvarpsauglýsingunum, að rúmlega fjörutíu manns hafi gefið fé til samtakanna fyrir auglýsingunum. Einstök framlög frá fyrirtækjum hafi verið undir 50.000 krónum. Hann vill þó ekki gefa upp hverjir létu fé af hendi rakna til auglýsingakaupanna.Skafti Harðarson stofnaði Samtök skattgreiðenda árið 2012. Með honum í stjórn félagsins eru skráð Ragnhildur Kolka og Lýður Þorgeirsson.Um tvö hundruð manns eru í samtökunum sem voru stofnuð í apríl árið 2012, að sögn Skafta. Nokkur starfsemi hafi farið fram á vegum félagsins framan af en síðan hafi kraftar þess þrotið. Nú byggist starfið á fáum virkum félögum, um tuttugu til þrjátíu. Í stofngögnum félagsins sem var skilað til Ríkisskattstjóra í apríl 2012 kemur fram að tilgangur félagsins sé „að vinna að hagsmunum íslenskra skattgreiðenda með hverjum þeim hætti sem samtökin telja best hverju sinni“. Skafti var einn stofnenda Félags frjálshyggjumanna árið 1979 og hélt meðal annars úti eigin bloggsíðu með slagorðinu „Frjálshyggja er lífsstíll“. Þá eru áherslur Samtaka skattgreiðenda um lækkun skatta og minna opinbert regluverk í anda frjálshyggjuhugmynda. Þau titla sig meðal annars sem „grasrótarsamtök“ skattgreiðenda. Formaðurinn fullyrðir að samtökin hafi engin tengsl við stjórnmálaflokka jafnvel þó að hann sjálfur sé flokksbundinn sjálfstæðismaður og hinir stjórnarmennirnir tveir styðji flokkinn sömuleiðis.Hér fyrir neðan má sjá dæmi um myndband sem Samtök skattgreiðenda birtu á Facebook-síðu sinni sem beindist gegn skattastefnu Vinstri grænna fyrir kosningar.Þurfa ekki að skila ársreikningum Nokkur nýlunda er að hugmyndafræðileg félagasamtök á borð við Samtök skattgreiðenda beiti sér í kosningabaráttu með þessum hætti þó að Skafti segi að samtökin hafi keypt auglýsingar fyrir kosningarnar í fyrra en þá í minna mæli. Stjórnmálaflokkar þurfa að gangast undir alls kyns takmarkanir á framlögum sem þeir mega taka við, bæði um uppruna framlaganna og upphæð þeirra. Þannig mega flokkar ekki taka við framlögum sem eru hærri en 400.000 krónur. Þá þurfa bæði einstaklingar í prófkjöri flokkanna og flokkarnir sjálfir í kosningabaráttu að skila reikningum til Ríkisendurskoðunar og gera grein fyrir fjárhagslegum bakhjörlum sínum, hvort sem þeir eru einstaklingar eða lögaðilar. Frjáls félagasamtök eru hins vegar ekki sömu takmörkunum háð. Þau þurfa aðeins að skila grunnupplýsingum um sig og tilgang sinn til ríkisskattstjóra í upphafi og gera grein fyrir hvert hagnaður þeirra myndi renna ef þeim yrði slitið. Þau eru ekki skyldug til að skila ársreikningum. Þá þurfa þau ekki að gera grein fyrir því hverjir gefa þeim fé og þau eru ekki bundin takmörkunum um hámarksupphæðir, ólíkt stjórnmálaflokkunum.Auglýsingar með neikvæðum áróðri voru áberandi í aðdraganda þingkosninganna 28. október.Vísir/Anton BrinkGervigrasrótarhreyfingar þekktar erlendis Þessi munur á lagaumgjörðinni vekur upp spurningar um hvort að hægt sé að beita frjálsum félagasamtökum til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þekkt er erlendis að hagsmunaaðilar reyni að hafa áhrif á almenningsálit eða stefnu stjórnvalda með því að fjármagna á laun hópa eða samtök sem halda uppi málflutningi sem styður hagsmuni þeirra. Markmiðið er að gefa sjónarmiðum hagsmunaaðilanna aukinn trúverðugleika með því að láta þau virðast koma frá óháðum grasrótarsamtökum. Fyrirbærið er þekkt sem gervigrasrótarhreyfingar [e. Astroturfing]. Skýrt skal tekið fram að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Samtök skattgreiðenda eða önnur félagasamtök hafi verið styrkt af stjórnmálaflokkum fyrir kosningarnar eða unnið á vegum þeirra. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, segir að sér sé ekki kunnugt um að kerfisbundið eftirlit sé með starfsemi frjálsra félaga eða samtaka sem ekki stundi atvinnurekstur. Ríkisendurskoðun hafi engar lagaheimildir til þess að skoða fjárreiður frjálsra félagasamtaka nema þegar þau fá framlög úr ríkissjóði. Eftirlitsheimildir stofnunarinnar í þessum efnum eru bundnar við að skoða ársreikninga og gögn stjórnmálasamtakanna sjálfra svo og reikninga staðfestra sjóða og sjálfseignarstofnana.Hafa ekki bein úrræði til að rannsaka Þannig segir Lárus að auglýsingar frjálsra félagasamtaka og nafnlausra aðila á netinu geti verið einskonar smuga fram hjá stífum takmörkunum laga varðandi fjárframlög til flokka. „Lögin veita Ríkisendurskoðun til dæmis ekki nein bein úrræði gagnvart þessum aðilum, svo sem heimildir til að kalla eftir gögnum eða upplýsingum frá þeim og rannsaka þau, ef ekkert kemur fram um þennan stuðning í reikningsskilum stjórnmálasamtakanna sem þeir styðja. Svo blasir auðvitað við að hér glíma menn við mikinn túlkunarvanda sem einkum lýtur að þiggjanda stuðningsins í ljósi framsetningar og efnis auglýsingarinnar eða áróðurs, sem gjarnan er neikvæður í garð keppinautanna,“ segir hann. Lárus tekur fram að stofnunin hafi ekki sinnt sérstöku eða kerfisbundnu eftirliti með samfélagsmiðlum í því skyni að kortleggja umfang meints stuðnings við stjórnmálasamtök sem þar er hugsanlega að finna, hvorki í aðdraganda nýyfirstaðinna alþingiskosninga né kosninganna í fyrra. Til þess skortii hana bæði mannskap og skýrari lagaheimildir.Ógnaralda sem fælir fólk frá að koma skoðunum á framfæri Skafti frá Samtökum skattgreiðenda segir að sömu lögmál gildi ekki um sín samtök og stjórnmálaflokka enda tengist þau þeim á engan hátt. „Það gilda ekki sömu reglur um okkur og stjórnmálaflokka frekar en ASÍ, Öryrkjabandalagið, háskólana, Landspítalann. Við erum bara hagsmunasamtök sem eru að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en ekki pólitískir flokkar,“ segir hann. Honum kemur á óvart hversu mikil forvitni hafi verið um fjármál Samtaka skattgreiðenda og telur að „hræðslupólitík“ sem felist í að kalla fram hver styðji samtök af þessu tagi verði til þess að í framtíðinni muni menn ekki þora að leggja slíkum samtökum lið. „Þetta er orðin svona ógnaralda á Facebook gagnvart öllum þeim sem reyna að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Skafti. Þrátt fyrir það segir Skafti að stefna samtakanna sé að beita sér í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári ef þau ná að safna fé til þess.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15