Náðu ekki samstöðu um Viðreisn Höskuldur Kári Schram og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2017 13:13 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56
„Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16