Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 13:48 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, flúði til Belgíu í byrjun mánaðar. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26
Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16