Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 13:48 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, flúði til Belgíu í byrjun mánaðar. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26
Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16