Höfðu áhyggjur af því að tæpur meirihluti myndi ekki tryggja stöðugleika Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 13:18 Sigurður Ingi ræðir við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm „Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
„Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51