Facebook græddi 500 milljarða í sumar Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun