Einn besti hafnaboltaleikmaður síðari ára lést í flugslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 09:00 Roy Halladay var ekkert minna en stórkostlegur leikmaður. vísir/getty Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes. Aðrar íþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes.
Aðrar íþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira