Flúði fótgangandi með börnin frá Sýrlandi daginn sem maðurinn hennar var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 15:46 Andaleeb er 25 ára tveggja barna móðir og ekkja sem flúði stríðið í Sýrlandi og heldur nú til í flóttamannabúðum í Jórdaníu. „Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900. Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
„Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900.
Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00