Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 13:48 Manafort hefur lengi starfað sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekki skráð sig sem slíkur og að hafa þvegið fé. Vísir/AFP Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45