„Við vorum að koma af leynifundi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 14:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00
Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08