Kannast ekki við bandalag með Miðflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 16:41 Inga Sæland ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Eyþór Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45