Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:30 Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2017 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2017 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira