Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 11:15 Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. Skjáskot „Loftlagssagan síðustu þúsund ár má segja að sé skrykkjótt kólnun með hlýindaköflum inni á milli,“ segir Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftlags hjá hjá Veðurstofu Íslands. „Sagan síðustu 200 ár er skrykkjótt hlýnun,“ segir hann um veðurfarið hér á landi. Þetta kom fram í erindi Halldórs á Umhverfisþingi í Hörpu í morgun en þetta er í tíunda skipti sem efnt er til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. Erindi Halldórs bar yfirskriftina Loftlagsbreytingar – Áhrif á Ísland. Umhverfisþingið í dag hófst á ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.Flestir jöklarnir að hopa „Hlýnun síðustu áratuga er eindregnari að sumarlagi vestan til á landinu,“ segir Halldór. Kom meðal annars fram í erindi hans að afleiðingar þessarar hlýnunar séu mjög mikil og auðsæ. Nefndi hann meðal annars hop jökla, breytingar á farvegum straumvatna, landsris, breytingar í lífríki bæði á landi og á sjó. Halldór fjallaði um hluta af vinnu Vísindanefndar á skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi en unnið hefur verið að skýrslunni í nokkur ár. Þegar breytingar á lífríki eru skoðaðar má sjá að aukningin hafi verið mest þar sem hlýnaði mest. Farfuglar eins og jaðrakan hafa byrjað að koma fyrr þar sem þeir vita að hér er nú hlýrra. Halldór segir að bleikjustofninn hafi látið á sjá þegar hlýnar og hnignun hafi verið í stangveiði á Bleikju. Kemur fram í skýrslunni að óþekktar fiskitegundir hafa aukist í okkar landhelgi. Halldór segir að jöklar hér á landi hafi gengið fram og hopað í takt við sveiflur í veðurfari. „Nú er svo komið að flestir íslenskir jöklar eru að hopa.“ Hann bendir á að þessu hafi fylgt verulegar breytingar á vatnafari og jökulár hafi breytt um farveg. Þegar jöklar þynnast og bráðna þá rís landið. „Það er ákaft landris á Höfn og við Suðvesturströndina, það er landris inn til landsins víðast hvar og svo er landsig mjög víða annars staðar, þó mismunandi hvar maður er.“Hlýnun af mannavöldum heldur líklega áfram Halldór vitnar í skýrslu IPCC frá 2013 um að hlýnun jarðar sé óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga og árþúsunda. „Hnattræn hlýnun síðustu áratuga er að mestu leiti af mannavöldum og haldi losun gróðurhúsalofttegunda áfram mun hlýna frekar. Þá má nota loftlagslíkön til að leggja mat á líklega hlýnun af gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Niðurstöður IPCC benda til þess að hlýnunin sem við höfum verið að sjá á síðustu árum sé drifin af hnattrænni hlýnun og náttúrulegum breytileika. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun hlýnun jarðar halda áfram. Í samantekt sinni segir Halldór að á Íslandi muni líklegast einnig hlýna þó áratuga langra sveiflna muni áfram gæta. „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar.“Bein útsending er frá þinginu en hana má sjá á hér á Vísi. Tengdar fréttir Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
„Loftlagssagan síðustu þúsund ár má segja að sé skrykkjótt kólnun með hlýindaköflum inni á milli,“ segir Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftlags hjá hjá Veðurstofu Íslands. „Sagan síðustu 200 ár er skrykkjótt hlýnun,“ segir hann um veðurfarið hér á landi. Þetta kom fram í erindi Halldórs á Umhverfisþingi í Hörpu í morgun en þetta er í tíunda skipti sem efnt er til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. Erindi Halldórs bar yfirskriftina Loftlagsbreytingar – Áhrif á Ísland. Umhverfisþingið í dag hófst á ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.Flestir jöklarnir að hopa „Hlýnun síðustu áratuga er eindregnari að sumarlagi vestan til á landinu,“ segir Halldór. Kom meðal annars fram í erindi hans að afleiðingar þessarar hlýnunar séu mjög mikil og auðsæ. Nefndi hann meðal annars hop jökla, breytingar á farvegum straumvatna, landsris, breytingar í lífríki bæði á landi og á sjó. Halldór fjallaði um hluta af vinnu Vísindanefndar á skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi en unnið hefur verið að skýrslunni í nokkur ár. Þegar breytingar á lífríki eru skoðaðar má sjá að aukningin hafi verið mest þar sem hlýnaði mest. Farfuglar eins og jaðrakan hafa byrjað að koma fyrr þar sem þeir vita að hér er nú hlýrra. Halldór segir að bleikjustofninn hafi látið á sjá þegar hlýnar og hnignun hafi verið í stangveiði á Bleikju. Kemur fram í skýrslunni að óþekktar fiskitegundir hafa aukist í okkar landhelgi. Halldór segir að jöklar hér á landi hafi gengið fram og hopað í takt við sveiflur í veðurfari. „Nú er svo komið að flestir íslenskir jöklar eru að hopa.“ Hann bendir á að þessu hafi fylgt verulegar breytingar á vatnafari og jökulár hafi breytt um farveg. Þegar jöklar þynnast og bráðna þá rís landið. „Það er ákaft landris á Höfn og við Suðvesturströndina, það er landris inn til landsins víðast hvar og svo er landsig mjög víða annars staðar, þó mismunandi hvar maður er.“Hlýnun af mannavöldum heldur líklega áfram Halldór vitnar í skýrslu IPCC frá 2013 um að hlýnun jarðar sé óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga og árþúsunda. „Hnattræn hlýnun síðustu áratuga er að mestu leiti af mannavöldum og haldi losun gróðurhúsalofttegunda áfram mun hlýna frekar. Þá má nota loftlagslíkön til að leggja mat á líklega hlýnun af gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Niðurstöður IPCC benda til þess að hlýnunin sem við höfum verið að sjá á síðustu árum sé drifin af hnattrænni hlýnun og náttúrulegum breytileika. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun hlýnun jarðar halda áfram. Í samantekt sinni segir Halldór að á Íslandi muni líklegast einnig hlýna þó áratuga langra sveiflna muni áfram gæta. „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar.“Bein útsending er frá þinginu en hana má sjá á hér á Vísi.
Tengdar fréttir Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45
Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45
Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30