Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Kristín Ólafsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 22. október 2017 13:28 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. Hún segir að verði hún forsætisráðherra muni hún beita sér fyrir því að vinnubrögðin breytist í þinginu. Þá verði ríkisfjármálum forgangsraðað með öðrum hætti. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir holan hljóm í málflutningi Katrínar. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mælast nú með mest fylgi í skoðanakönnunum. Í nýjustu könnuninni, könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem birtist í Morgunblaðinu í gær, mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 25,1 prósent og VG 23,2 prósent.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brinkKominn tími til að stjórnmálin breytist á ÍslandiKatrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson voru gestir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, ásamt öðrum forystumönnum flokkanna. Aðspurð sagði Katrín að margt myndi breytast ef hún yrði forsætisráðherra. „Ég held það sé kominn tími á að stjórnmálin breytist dálítið á Íslandi, ég held það sé kominn tími á að við vinnum öðruvísi á Alþingi og að forystan sé öðruvísi.“ Katrín sagðist einnig hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa verið með 32 manna meirihluta og nýta ekki tækifærið til að innleiða aukna samstöðu í þinginu. „Ég held að almenningur kalli eftir þessum breyttu stjórnmálum á Alþingi,“ sagði Katrín en sagðist þó gera sér grein fyrir því að flokkarnir þar stæðu fyrir gjörólíkar stefnur.Sjá einnig: Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og FramsóknarflokksinsEkki að sjá sóknina sem var aðalmálið í síðustu kosningumÞá gagnrýndi hún framtaksleysi fráfarandi ríkisstjórnar en Katrínu þótti lítið hafa gerst í þeim málaflokkum sem lofað var að yrðu bætt fyrir síðustu Alþingiskosningar, til að mynda þeim sem snúa að heilbrigðis- og menntamálum. „Við erum ekki að sjá þá sókn fram, fyrir innviðina í þessu landi, sem var aðalmálið fyrir síðustu kosningar. Og það er sú stefnubreyting sem við þurfum að taka. Af því að þetta snýst um að við hættum að vanrækja þessi gæði sem við eigum saman og ráðumst í uppbyggingu,“ sagði Katrín. „Það er hægt að segja að það sé ýmislegt búið að gera og auðvitað er ýmislegt búið að gera, það er margt gott sem hefur verið gert, það er enginn að tala um það. Það sem ég er að tala um er að það þarf bara breytta forgangsröðun og að skapa samstöðu um það hvert eigi að stefna.“Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brink„Þetta var vinstri stjórnin“Bjarni Benediktsson sagði holan hljóm í málflutningi Katrínar í þættinum og gagnrýndi sérstaklega meðferð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem Katrín gegndi embætti menntamálaráðherra, á Evrópusambandsmálinu.„Ótrúlega holur hljómur í þessum málflutningi frá Katrínu Jakobsdóttur, sem sat í vinstri stjórninni, og þú spyrð: Hvers er að vænta frá vinstri stjórn? Og við áttum vinstri stjórn hér fyrir nokkrum árum síðan. Skapaði hún mikla sátt um Evrópusambandsferlið? Var það vel til þess fallið að sundra ekki þjóðinni, að leggja af stað í þann leiðangur?“ spurði Bjarni Benediktsson. „Katrín sótti um aðild, hún sagði já við því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þegar ég lagði til í þinginu að það mál færi fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu þá sagði hún nei, þetta var vinstri stjórnin. Vinstri stjórnin sem ætlaði að halda Icesave-skilmálunum frá þjóðinni en við börðumst fyrir því að það mál yrði opnað og efndum til lengstu umræðu í þingsögunni.“Segir launakerfin hafa orðið samkeppnishæfÞá ræddi Bjarni forgangsröðun fjármuna fráfarandi ríkisstjórnar, sem Katrín hefur gagnrýnt. Bjarni sagði fjármununum til að mynda hafa verið varið í hækkun launa opinberra starfsmanna. „Menn segja að þetta snúist um forgangsröðun. Hvert hefur fjármununum verið varið, sem við höfum haft úr að spila á undanförnum árum, hvert hefur þeim verið varið? Þeim hefur verið varið í mun hærri laun opinberra starfsmanna, til dæmis í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Bjarni. „Vandinn sem við stóðum frammi fyrir því þegar við tókum við sem ríkisstjórn var sá að læknar töluðu um það að þeir vildu flytja af landi brott til Norðurlandanna, sömuleiðis hjúkrunarfólk og aðrir heilbrigðisstarfsmenn. Launakerfin breyttust, urðu samkeppnishæf. Þetta kostaði auðvitað fjármuni, þetta er ákveðin forgangsröðun fjármuna.“Viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. 18. október 2017 15:11 Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og Framsóknarflokksins Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að Vinstri græn séu í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. 21. október 2017 14:00 Helmingi fleiri karlar en konur oddvitar Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum. Tólf flokkar skiluðu inn framboðslistum til yfirkjörstjórna kjördæmanna sex áður en frestur til þess rann út í hádeginu í gær. 14. október 2017 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. Hún segir að verði hún forsætisráðherra muni hún beita sér fyrir því að vinnubrögðin breytist í þinginu. Þá verði ríkisfjármálum forgangsraðað með öðrum hætti. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir holan hljóm í málflutningi Katrínar. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mælast nú með mest fylgi í skoðanakönnunum. Í nýjustu könnuninni, könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem birtist í Morgunblaðinu í gær, mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 25,1 prósent og VG 23,2 prósent.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brinkKominn tími til að stjórnmálin breytist á ÍslandiKatrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson voru gestir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, ásamt öðrum forystumönnum flokkanna. Aðspurð sagði Katrín að margt myndi breytast ef hún yrði forsætisráðherra. „Ég held það sé kominn tími á að stjórnmálin breytist dálítið á Íslandi, ég held það sé kominn tími á að við vinnum öðruvísi á Alþingi og að forystan sé öðruvísi.“ Katrín sagðist einnig hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa verið með 32 manna meirihluta og nýta ekki tækifærið til að innleiða aukna samstöðu í þinginu. „Ég held að almenningur kalli eftir þessum breyttu stjórnmálum á Alþingi,“ sagði Katrín en sagðist þó gera sér grein fyrir því að flokkarnir þar stæðu fyrir gjörólíkar stefnur.Sjá einnig: Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og FramsóknarflokksinsEkki að sjá sóknina sem var aðalmálið í síðustu kosningumÞá gagnrýndi hún framtaksleysi fráfarandi ríkisstjórnar en Katrínu þótti lítið hafa gerst í þeim málaflokkum sem lofað var að yrðu bætt fyrir síðustu Alþingiskosningar, til að mynda þeim sem snúa að heilbrigðis- og menntamálum. „Við erum ekki að sjá þá sókn fram, fyrir innviðina í þessu landi, sem var aðalmálið fyrir síðustu kosningar. Og það er sú stefnubreyting sem við þurfum að taka. Af því að þetta snýst um að við hættum að vanrækja þessi gæði sem við eigum saman og ráðumst í uppbyggingu,“ sagði Katrín. „Það er hægt að segja að það sé ýmislegt búið að gera og auðvitað er ýmislegt búið að gera, það er margt gott sem hefur verið gert, það er enginn að tala um það. Það sem ég er að tala um er að það þarf bara breytta forgangsröðun og að skapa samstöðu um það hvert eigi að stefna.“Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brink„Þetta var vinstri stjórnin“Bjarni Benediktsson sagði holan hljóm í málflutningi Katrínar í þættinum og gagnrýndi sérstaklega meðferð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem Katrín gegndi embætti menntamálaráðherra, á Evrópusambandsmálinu.„Ótrúlega holur hljómur í þessum málflutningi frá Katrínu Jakobsdóttur, sem sat í vinstri stjórninni, og þú spyrð: Hvers er að vænta frá vinstri stjórn? Og við áttum vinstri stjórn hér fyrir nokkrum árum síðan. Skapaði hún mikla sátt um Evrópusambandsferlið? Var það vel til þess fallið að sundra ekki þjóðinni, að leggja af stað í þann leiðangur?“ spurði Bjarni Benediktsson. „Katrín sótti um aðild, hún sagði já við því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þegar ég lagði til í þinginu að það mál færi fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu þá sagði hún nei, þetta var vinstri stjórnin. Vinstri stjórnin sem ætlaði að halda Icesave-skilmálunum frá þjóðinni en við börðumst fyrir því að það mál yrði opnað og efndum til lengstu umræðu í þingsögunni.“Segir launakerfin hafa orðið samkeppnishæfÞá ræddi Bjarni forgangsröðun fjármuna fráfarandi ríkisstjórnar, sem Katrín hefur gagnrýnt. Bjarni sagði fjármununum til að mynda hafa verið varið í hækkun launa opinberra starfsmanna. „Menn segja að þetta snúist um forgangsröðun. Hvert hefur fjármununum verið varið, sem við höfum haft úr að spila á undanförnum árum, hvert hefur þeim verið varið? Þeim hefur verið varið í mun hærri laun opinberra starfsmanna, til dæmis í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Bjarni. „Vandinn sem við stóðum frammi fyrir því þegar við tókum við sem ríkisstjórn var sá að læknar töluðu um það að þeir vildu flytja af landi brott til Norðurlandanna, sömuleiðis hjúkrunarfólk og aðrir heilbrigðisstarfsmenn. Launakerfin breyttust, urðu samkeppnishæf. Þetta kostaði auðvitað fjármuni, þetta er ákveðin forgangsröðun fjármuna.“Viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. 18. október 2017 15:11 Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og Framsóknarflokksins Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að Vinstri græn séu í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. 21. október 2017 14:00 Helmingi fleiri karlar en konur oddvitar Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum. Tólf flokkar skiluðu inn framboðslistum til yfirkjörstjórna kjördæmanna sex áður en frestur til þess rann út í hádeginu í gær. 14. október 2017 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. 18. október 2017 15:11
Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og Framsóknarflokksins Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að Vinstri græn séu í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. 21. október 2017 14:00
Helmingi fleiri karlar en konur oddvitar Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum. Tólf flokkar skiluðu inn framboðslistum til yfirkjörstjórna kjördæmanna sex áður en frestur til þess rann út í hádeginu í gær. 14. október 2017 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30