„Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 14:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur í Sprengisandi í morgun. vísir/eyþór „Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42