„Við köstuðum þessu frá okkur“ Einar Sigurvinsson skrifar 22. október 2017 22:37 Gunnar Magnússon vísir/anton brink „Við vorum bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik, þetta var frábær fyrri hálfleikur. Vörnin var stórkostleg fyrstu 30 mínúturnar og við spiluðum frábærlega, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, eftir eins marks tap liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Haukar voru töluvert betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en allt annað var að liðið í þeim síðari. Það tók Selfyssinga 11 mínútur að jafna leikinn eftir að hafa farið fimm mörkum undir inn í hálfleikinn. „Í seinni hálfleik er þetta svo bara eins og svart og hvítt, miðjublokkin sem var búin að vera frábær í fyrri hálfleik bara hrinur og allir með. Það stendur ekki steinn við steini í vörninni og við bara náum ekki að klukka þá varnarlega. Við eigum bara ekki séns í þá varnarlega í seinni hálfleik og þeir ganga á lagið. Við fáum á okkur 16 mörk í einum hálfleik sem er allt of mikið fyrir okkur.“ „Ég er ekki bara ósáttur með það hvernig við fórum niður á hælana, við vorum líka að missa hausinn í klaufalegum brotum og vorum mikið einum færri. Við köstuðum þessu frá okkur.“ Aðspurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á leik liðsins í síðari hálfleik sagði Gunnar að hann þyrfti að skoða leikinn betur. „Við þurfum bara að leggjast yfir þetta. Auðvitað var skelfilegt að sjá hvernig sömu mennirnir og voru frábærir í fyrri hálfleik detta niður í seinni hálfleik. Að sama skapi var færanýtingin hræðileg, sérstaklega af línunni. Þegar við vorum eiga slæman kafla varnarlega vantaði okkur að klára færin líka til að halda þeim í skefjum. Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik til að skora meira en 10 mörk, en við nýttum þau ekki. Undir lok leiksins voru nokkrir dómar að leggjast illa í leikmenn Hauka, Gunnar vildi þó ekki meina að þetta hafi verið illa dæmdur leikur. „Nei, ég er mest svekktur út í okkur sjálfa. Þetta var kannski eitthvað eitt og eitt atriði en ég er mest svekktur yfir því hvernig við duttum niður í seinni hálfleik. Allur minn pirringur var út í okkar drengi, hvernig við duttum niður og misstum hausinn. Þetta er ekki boðlegt.“ „Við þurfum bara að læra af þessu. Á móti jafn góðu liði og Selfoss, ef við gefum þeim blóðbragð á tennurnar þá taka þeir það, allan daginn,“ sagði svekktur Gunnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
„Við vorum bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik, þetta var frábær fyrri hálfleikur. Vörnin var stórkostleg fyrstu 30 mínúturnar og við spiluðum frábærlega, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, eftir eins marks tap liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Haukar voru töluvert betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en allt annað var að liðið í þeim síðari. Það tók Selfyssinga 11 mínútur að jafna leikinn eftir að hafa farið fimm mörkum undir inn í hálfleikinn. „Í seinni hálfleik er þetta svo bara eins og svart og hvítt, miðjublokkin sem var búin að vera frábær í fyrri hálfleik bara hrinur og allir með. Það stendur ekki steinn við steini í vörninni og við bara náum ekki að klukka þá varnarlega. Við eigum bara ekki séns í þá varnarlega í seinni hálfleik og þeir ganga á lagið. Við fáum á okkur 16 mörk í einum hálfleik sem er allt of mikið fyrir okkur.“ „Ég er ekki bara ósáttur með það hvernig við fórum niður á hælana, við vorum líka að missa hausinn í klaufalegum brotum og vorum mikið einum færri. Við köstuðum þessu frá okkur.“ Aðspurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á leik liðsins í síðari hálfleik sagði Gunnar að hann þyrfti að skoða leikinn betur. „Við þurfum bara að leggjast yfir þetta. Auðvitað var skelfilegt að sjá hvernig sömu mennirnir og voru frábærir í fyrri hálfleik detta niður í seinni hálfleik. Að sama skapi var færanýtingin hræðileg, sérstaklega af línunni. Þegar við vorum eiga slæman kafla varnarlega vantaði okkur að klára færin líka til að halda þeim í skefjum. Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik til að skora meira en 10 mörk, en við nýttum þau ekki. Undir lok leiksins voru nokkrir dómar að leggjast illa í leikmenn Hauka, Gunnar vildi þó ekki meina að þetta hafi verið illa dæmdur leikur. „Nei, ég er mest svekktur út í okkur sjálfa. Þetta var kannski eitthvað eitt og eitt atriði en ég er mest svekktur yfir því hvernig við duttum niður í seinni hálfleik. Allur minn pirringur var út í okkar drengi, hvernig við duttum niður og misstum hausinn. Þetta er ekki boðlegt.“ „Við þurfum bara að læra af þessu. Á móti jafn góðu liði og Selfoss, ef við gefum þeim blóðbragð á tennurnar þá taka þeir það, allan daginn,“ sagði svekktur Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30