Jafnaðarstefna fyrir siðað þjóðfélag Hörður Filippusson skrifar 23. október 2017 13:59 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar og verið grunnur þeirra þjóðfélaga þar sem best er að búa. En hvað er jafnaðarstefna? Kannski er henni lýst í stystu máli í inngangi nýju stjórnarskrárinnar þar sem rætt er um að skapa „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð”. Skýrt og einfalt. Nánari viðmið er til dæmis að finna í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna þar sem segir meðal annars um erindi jafnaðarmanna: - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“ Það er verk að vinna í íslensku þjóðfélagi með þessi gildi að leiðarljósi. Fáir munu verða til að andmæla þessum grunngildum í orði. Margir stjórnmálaflokkar bera fram eitt og annað í anda þeirra í málflutningi sínum en ekki eru þeir allir trúverðugir og sporin hræða. Það er ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Reynslan sýnir að aðrar hugmyndir og hagsmunir verða oft ofaná þegar á hólminn kemur. En hvað skal þá kjósa? Ekki Sjálfstæðisflokk. Hann er fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðræðis, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur fjármagnseigenda. Ekki Viðreisn. Hún er í skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins. Saga formannsins um einkavæðingu skóla er hörmuleg. Flokkurinn skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum. Ekki Framsóknarflokkana tvo. Þeir eru eins og áður flokkar sérhagsmunagæslu, hægri flokkar merktir af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Úreltar hugmyndir um hinn sterka leiðtoga ganga þar ljósum logum og eru víti til varnaðar eins og sagan kennir. Ekki Bjarta framtið. Hún sagði við stofnun skilið við jafnaðarstefnuna. Það kemur æ betur í ljós að sá flokkur er hallur undir einkavæðingu, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Ekki Pírata. Þeir hafa góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á grunngildi þjóðfélagsins er óljós. Í þeim efnum virðast þeir þó fúsir að fylgja leiðsögn jafnaðarmanna. Ekki Vinstri græna, þó þeir standi jafnaðarmönnum næst í velferðarmálum og njóti vinsæls og vel gefins formanns. Þeir eru líklegastir til samstarfs við jafnaðarmenn en Evrópumál og kvótamál gætu þvælst fyrir slíku samstarfi meðan sterk öfl framsóknarmennsku og íhaldssemi ráða þar miklu. Ljóst er af könnunum að Íslendingar vilja um jöfnuð og velferð. Þeir vilja nýja stjórnarskrá. Þeir vilja félagslegt réttlæti, öflugt atvinnulíf, sanngjörn viðskipti og öflugt menntakerfi. Eigi þessar hugmyndir að ná fram að ganga er nauðsynlegt að Samfylkingin fái góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Það verður engin vinstri stjórn án sterkrar Samfylkingar. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hún er stefna þeirra sem vilja búa í siðuðu samfélagi.Höfundur er lífefnafræðingur og prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar og verið grunnur þeirra þjóðfélaga þar sem best er að búa. En hvað er jafnaðarstefna? Kannski er henni lýst í stystu máli í inngangi nýju stjórnarskrárinnar þar sem rætt er um að skapa „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð”. Skýrt og einfalt. Nánari viðmið er til dæmis að finna í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna þar sem segir meðal annars um erindi jafnaðarmanna: - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“ Það er verk að vinna í íslensku þjóðfélagi með þessi gildi að leiðarljósi. Fáir munu verða til að andmæla þessum grunngildum í orði. Margir stjórnmálaflokkar bera fram eitt og annað í anda þeirra í málflutningi sínum en ekki eru þeir allir trúverðugir og sporin hræða. Það er ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Reynslan sýnir að aðrar hugmyndir og hagsmunir verða oft ofaná þegar á hólminn kemur. En hvað skal þá kjósa? Ekki Sjálfstæðisflokk. Hann er fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðræðis, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur fjármagnseigenda. Ekki Viðreisn. Hún er í skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins. Saga formannsins um einkavæðingu skóla er hörmuleg. Flokkurinn skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum. Ekki Framsóknarflokkana tvo. Þeir eru eins og áður flokkar sérhagsmunagæslu, hægri flokkar merktir af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Úreltar hugmyndir um hinn sterka leiðtoga ganga þar ljósum logum og eru víti til varnaðar eins og sagan kennir. Ekki Bjarta framtið. Hún sagði við stofnun skilið við jafnaðarstefnuna. Það kemur æ betur í ljós að sá flokkur er hallur undir einkavæðingu, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Ekki Pírata. Þeir hafa góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á grunngildi þjóðfélagsins er óljós. Í þeim efnum virðast þeir þó fúsir að fylgja leiðsögn jafnaðarmanna. Ekki Vinstri græna, þó þeir standi jafnaðarmönnum næst í velferðarmálum og njóti vinsæls og vel gefins formanns. Þeir eru líklegastir til samstarfs við jafnaðarmenn en Evrópumál og kvótamál gætu þvælst fyrir slíku samstarfi meðan sterk öfl framsóknarmennsku og íhaldssemi ráða þar miklu. Ljóst er af könnunum að Íslendingar vilja um jöfnuð og velferð. Þeir vilja nýja stjórnarskrá. Þeir vilja félagslegt réttlæti, öflugt atvinnulíf, sanngjörn viðskipti og öflugt menntakerfi. Eigi þessar hugmyndir að ná fram að ganga er nauðsynlegt að Samfylkingin fái góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Það verður engin vinstri stjórn án sterkrar Samfylkingar. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hún er stefna þeirra sem vilja búa í siðuðu samfélagi.Höfundur er lífefnafræðingur og prófessor emeritus
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun