Tókust á um svissnesku leiðina: „Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. október 2017 14:21 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættu í Bítið í morgun. Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni. Kosningar 2017 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira