Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2017 00:00 Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Vísir/Anton Brink Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið. Kosningar 2017 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið.
Kosningar 2017 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira