Eyjamenn óöruggir eftir fréttir af Herjólfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. október 2017 06:00 Herjólfur sést hér í höfn í Vestmannaeyjum. Skipið getur ekki siglt á fullum krafti þessa dagana. vísir/stefán „Þetta þýðir aukið óöryggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að viðgerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn.Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.vísir/eyþórFyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerðarinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gírinn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af samgöngur við Vestmannaeyjar. Þannig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleysingaskipið. Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðárkrók og flugfélagið Erni um tilraunaflug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmannaeyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Þetta þýðir aukið óöryggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að viðgerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn.Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.vísir/eyþórFyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerðarinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gírinn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af samgöngur við Vestmannaeyjar. Þannig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleysingaskipið. Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðárkrók og flugfélagið Erni um tilraunaflug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmannaeyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30
Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30