Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 15:59 Breiðþota Wow Air fékk fugl í hreyfil á leið til Kaupmannahafnar í gær. Vísir/Getty Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik. Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik.
Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira