Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 15:59 Breiðþota Wow Air fékk fugl í hreyfil á leið til Kaupmannahafnar í gær. Vísir/Getty Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik. Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira