Störukeppni Air Berlin og Isavia í fullum gangi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2017 16:06 Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu, segir upplýsingafulltrúi Isavia um deilu félagsins við Air Berlin. Vísir/EPA „Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58
Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38