Óskýrt hvað flokkarnir ætla sér í skattamálum Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. október 2017 22:00 Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu. Kosningar 2017 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu.
Kosningar 2017 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira