Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 13:32 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað. Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað.
Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira