Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2017 19:45 Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30
Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15