Geir: Þetta er ánægjulegur hausverkur Benedikt Grétarsson í Laugardalshöll skrifar 26. október 2017 21:47 Geir Sveinsson ræðir við sína menn í leikhlé. vísir/eyþór Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15