Gestrisni bóndinn erfir ekki flótta Sigmundar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. október 2017 06:00 Þótt Sigmundur Davíð hafi sagt skilið við Framsókn er hann enn velkominn á Hrafnabjörgum með lögheimilisskráningu sína. vísir/Ernir „Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira