Viljum við þessi fjárlög? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. október 2017 10:45 Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun