Viljum við þessi fjárlög? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. október 2017 10:45 Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar