Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 13:37 Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skilar atkvæði sínu. Vísir/AFP Katalónska þingið hefur samþykkt ályktun um að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er samþykkt á sama tíma og öldungadeild Spánarþings í Madríd ræði hvort að Spánarstjórn eigi að taka yfir stjórn héraðsins. Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Í frétt Reuters kemur fram að líklegt þyki að stjórnlagadómstóll Spánar dæmi atkvæðagreiðsluna ólöglega. El Pais greinir frá því að ríkisstjórn Spánar muni koma saman til neyðarfundar nú síðdegis vegna málsins. Þingmenn Sósíalistaflokksins, Þjóðarflokksins (PP) og Ciudadanos yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en atkvæðagreiðslan hófst. Alls eiga 135 þingmenn sæti í katalónska héraðsþinginu. Þegar búið var að lesa upp atkvæði þingmannanna stóðu þeir þingmenn sem eftir voru í salnum upp og sungu þjóðsöng Katalóníu, „Els segadors“ og hrópuðu svo „Visca Catalunya!“ – Lifi Katalónía!Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalóníu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hvatti í morgun öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madríd eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda. Öldungadeild Spánarþings á enn eftir að greiða atkvæði um hvort beita skuli 155. Grein sæpnsku stjórnarskrárinnar sem myndi afturkalla sjálfstjórn héraðsins. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Katalónska þingið hefur samþykkt ályktun um að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er samþykkt á sama tíma og öldungadeild Spánarþings í Madríd ræði hvort að Spánarstjórn eigi að taka yfir stjórn héraðsins. Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Í frétt Reuters kemur fram að líklegt þyki að stjórnlagadómstóll Spánar dæmi atkvæðagreiðsluna ólöglega. El Pais greinir frá því að ríkisstjórn Spánar muni koma saman til neyðarfundar nú síðdegis vegna málsins. Þingmenn Sósíalistaflokksins, Þjóðarflokksins (PP) og Ciudadanos yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en atkvæðagreiðslan hófst. Alls eiga 135 þingmenn sæti í katalónska héraðsþinginu. Þegar búið var að lesa upp atkvæði þingmannanna stóðu þeir þingmenn sem eftir voru í salnum upp og sungu þjóðsöng Katalóníu, „Els segadors“ og hrópuðu svo „Visca Catalunya!“ – Lifi Katalónía!Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalóníu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hvatti í morgun öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madríd eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda. Öldungadeild Spánarþings á enn eftir að greiða atkvæði um hvort beita skuli 155. Grein sæpnsku stjórnarskrárinnar sem myndi afturkalla sjálfstjórn héraðsins. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00