Girona batt þarna enda á 13 leikja sigurgöngu Real Madrid á útivelli í spænsku deildinni.
Real Madrid's 13-match top flight away winning streak, the longest ever by any team in one of Europe's top 5 domestic leagues ends here.
— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 29, 2017
Þetta var annar sigur nýliðanna í röð en þeir eru í 11. sæti deildarinnar með 12 stig.
Real Madrid er hins vegar í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, átta stigum á eftir toppliði Barcelona. Það verður því erfitt fyrir lærisveina Zinedines Zidane að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann á síðasta tímabili.