Stefna flokkanna: Samgöngur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira