Formaðurinn getur ekki kosið flokkinn Haraldur Guðmundsson skrifar 28. október 2017 06:00 Pálmey er ekki búin að ákveða hver fær atkvæði hennar. vísir/Ernir „Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira