Vinstri stjórn í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. október 2017 06:00 Leiðtogar flokkanna í myndveri Stöðvar 2 á fimmtudag. Vísir/ernir Samtal um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju er komið á fullt milli nokkurra flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Einn viðmælandi blaðsins gengur svo langt að fullyrða að vinstri stjórn verði svo gott sem innsigluð strax á kosninganótt. Vinstri græn og Samfylking eru burðarásarnir í þeirri stjórn sem er í kortunum. Flokkarnir tveir ná 24 mönnum á þing samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins og vantar því átta þingmenn til að ná meirihluta á þing. Enginn þeirra þriggja flokka, Viðreisn, Framsóknarflokkur og Píratar, sem sagðir eru eiga aðild að því vinstra samtali sem er í gangi, hefur nægan þingmannafjölda til að hægt sé að mynda þriggja flokka stjórn, miðað við nýjustu kannanir. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru hins vegar með ólík sjónarmið um hverjir þessara flokka eigi að mynda límið í stjórn; Framsóknarflokkurinn eða Viðreisn báðir saman eða annar hvor þeirra að Pírötum viðbættum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja Samfylkingarmenn heldur mynda stjórn með Pírötum og Viðreisn enda eiga þessir flokkar mun meira sameiginlegt málefnalega en Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn og má þá nefna bæði stjórnarskrármálin og áherslur í Evrópumálum. Þá telja heimildarmenn blaðsins líklegt að Samfylking gangi með öðrum hvorum þessara flokka og jafnvel báðum til formlegra viðræðna um stjórnarmyndun og leiki þannig sama leik og Björt framtíð og Viðreisn gerðu eftir síðustu kosningar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Samtal um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju er komið á fullt milli nokkurra flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Einn viðmælandi blaðsins gengur svo langt að fullyrða að vinstri stjórn verði svo gott sem innsigluð strax á kosninganótt. Vinstri græn og Samfylking eru burðarásarnir í þeirri stjórn sem er í kortunum. Flokkarnir tveir ná 24 mönnum á þing samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins og vantar því átta þingmenn til að ná meirihluta á þing. Enginn þeirra þriggja flokka, Viðreisn, Framsóknarflokkur og Píratar, sem sagðir eru eiga aðild að því vinstra samtali sem er í gangi, hefur nægan þingmannafjölda til að hægt sé að mynda þriggja flokka stjórn, miðað við nýjustu kannanir. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru hins vegar með ólík sjónarmið um hverjir þessara flokka eigi að mynda límið í stjórn; Framsóknarflokkurinn eða Viðreisn báðir saman eða annar hvor þeirra að Pírötum viðbættum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja Samfylkingarmenn heldur mynda stjórn með Pírötum og Viðreisn enda eiga þessir flokkar mun meira sameiginlegt málefnalega en Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn og má þá nefna bæði stjórnarskrármálin og áherslur í Evrópumálum. Þá telja heimildarmenn blaðsins líklegt að Samfylking gangi með öðrum hvorum þessara flokka og jafnvel báðum til formlegra viðræðna um stjórnarmyndun og leiki þannig sama leik og Björt framtíð og Viðreisn gerðu eftir síðustu kosningar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira