Hróp og köll á leiðtogaumræðum: „Þið eruð gargandi vinstriflokkur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 22:02 Logi Einarsson fann sig knúinn til þess að kalla tvisvar að flokkur hans hygðist ekki hækka skatta á launafólk. Skjáskot/RÚV „Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur. Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur.
Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira