Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær og stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Þar förum við líka yfir nýjustu tölur um kjörsókn, spjöllum við kjósendur, kynnum okkur áhuga erlendra fjölmiðla á kosningunum og heimsækjum kosningaskrifstofur svo eitthvað sé nefnt. Fréttir Stöðvar 2 eru að vanda í opinni dagskrá, klukkan 18.30.
