Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2017 12:42 Björt Ólafsdóttir fráfarandi ráðherra fór ofan í saumana á atburðarásinni. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira