Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2017 15:37 Ef þetta væri skólaball er líkast því sem Sigmundur Davíð geri hosur sínar grænar fyrir Lilju, fyrrverandi kærustu sinni, sem mætti með Sigurði Inga á ballið. Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15