300.000 mótmæltu í Barcelona í dag Kjartan Kjartansson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 29. október 2017 17:30 Spænski fáninn var áberandi í mótmælunum í Barcelona í dag. Vísir/EPA Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22
Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna