Segir fjölgun flokka hafa talsverð áhrif á störf þingsins Ingvar Þór Björnsson skrifar 29. október 2017 18:06 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf. Kosningar 2017 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf.
Kosningar 2017 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira