Björt gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2017 14:23 Björt er helst á því að ummæli Jóns dæmi sig sjálf. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50