Telja fasteignafélögin undirverðlögð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Greiningardeildin segir að dagleg velta H&M fyrstu dagana í Smáralind hafi verið um 28 milljónir króna. vísir/andri Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira