Telja fasteignafélögin undirverðlögð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Greiningardeildin segir að dagleg velta H&M fyrstu dagana í Smáralind hafi verið um 28 milljónir króna. vísir/andri Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira